top of page

Sumarhúsalóðir á fallegum stað !

 

Hálsaskógur er sumarhúsaland í landi Hálsa í Skorradal. Þar er einstaklega fallegt landslag, Skarðsheiðin og Skessuhornið blasir á móti þér og örstutt í Skorradalsvatnið. 

Sumar

Komdu og skoðaðu Hálsaskóg í Skorradal á fallegum degi. Umhverfið er afar litríkt, vaxið kjarri og lyngi og þar skartar Skorradalur og Skarðsheiði sínu fegursta. Þetta fallega umhverfi býður upp á ótal möguleika til gönguferða og útivistar. Það er stutt að fara á golfvöllinn Glanna og Hamarsvöllinn í Borganesi. Í Skorradalsvatni er mikið af fiski, sem að mestu er smábleikja og urriði, úr vatninu rennur Andakílsá sem er þekkt laxveiðiá. Örstutt er að skreppa í hina landsfrægu Hreppslaug. Um er að ræða klukkustundar akstur frá Reykjavík og beygt er til hægri við Borgarfjarðarbrúna.

Vor
Vetur

 Sumarhúsabyggðin er afgirt og lokuð óviðkomandi umferð allt árið með símahliði. Snjómokstur er þegar að þörf krefur og því aldrei ófært í bústaðinn. Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir 66 sumarhús og í dag eru þar 16 hús sem prýða svæðið. DEILISKIPULAG HÁLSASKÓGAR er hægt er að finna deiliskipulagsuppdrætti með skipulags- og byggingarskilmálum fyrir öll svæðin fjögur á vefslóðinni:http://www.hagtaekni.is/skipulag.html.
Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Valur Sæmundsson gsm 869 2900 - halstak@halstak.is

Haust
bottom of page